Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 18. mars 2023 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur vann í dag 1-0 sigur á Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, mun mæta sínum fyrrum lærisveinum í KA þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 30. mars því KA lagði ÍBV í seinni undanúrslitaleiknum.

Rætt var við Arnar eftir sigurinn á Víkingsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

„Mér fannst þetta góður leikur tveggja góðra liða. Víkingur var meira með boltann en mér fannst þeir ekki skapa mikið af færum. Við vorum þéttir og alltaf hættulegir þegar við erum fljótir að sækja fram. Þetta hefði alveg getað fallið þeirra megin en ég átti alveg eins von á þetta myndi fara bara í vító, leit þannig út, en fínt að fá þetta mark og alltaf gott að halda hreinu," sagði Arnar.

Valur hefur ekki fengið á sig mark í Lengjubikarnum hingað til.

„Mér finnst vera stígandi í þessu alveg frá byrjun og það er bara jákvætt, en við erum ekki að missa okkur eitt eða neitt. Við höfum alveg séð lið standa sig vel í þessari keppni og svo átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni. Við tökum bara eitt skref í einu, alltaf gaman að komast í úrslitaleik, við viljum vinna þessa keppni og svo tekur önnur keppni við."

„Það sem ég er ánægður að sjá er vinnusemin, um leið og við töpum bolta þá er sett pressa og reynt að vinna boltann til baka. Ef það gengur ekki þá koma menn sér aftur fyrir boltann. Þegar það er í lagi þá er alltaf erfitt að spila á móti slíkum liðum. Það er í raun ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk. Frá fremsta manni til afstasta, það eru allir að vinna og það er algjört lykilatriði ef þú ætlar að ná einhverjum árangri."


Framundan er æfingaferð hjá Val. „Þú vilt slípa hópinn saman, getur fengið að æfa við góðar aðstæður og menn að hvíla sig. Við erum líka saman, náum að þétta hópinn. Við hlökkum til að komast til Tenerife úr kuldanum, þar eru 25 gráður. Æðislegt að geta verið þar í tíu daga, komið svo heim og spilað úrslitaleikinn," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra. Hann er þar spurður út í leikmenn sem eru fjarverandi, Kristófer Jónsson og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner