Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í bandaríkjunum.
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
   lau 18. mars 2023 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur vann í dag 1-0 sigur á Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, mun mæta sínum fyrrum lærisveinum í KA þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 30. mars því KA lagði ÍBV í seinni undanúrslitaleiknum.

Rætt var við Arnar eftir sigurinn á Víkingsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

„Mér fannst þetta góður leikur tveggja góðra liða. Víkingur var meira með boltann en mér fannst þeir ekki skapa mikið af færum. Við vorum þéttir og alltaf hættulegir þegar við erum fljótir að sækja fram. Þetta hefði alveg getað fallið þeirra megin en ég átti alveg eins von á þetta myndi fara bara í vító, leit þannig út, en fínt að fá þetta mark og alltaf gott að halda hreinu," sagði Arnar.

Valur hefur ekki fengið á sig mark í Lengjubikarnum hingað til.

„Mér finnst vera stígandi í þessu alveg frá byrjun og það er bara jákvætt, en við erum ekki að missa okkur eitt eða neitt. Við höfum alveg séð lið standa sig vel í þessari keppni og svo átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni. Við tökum bara eitt skref í einu, alltaf gaman að komast í úrslitaleik, við viljum vinna þessa keppni og svo tekur önnur keppni við."

„Það sem ég er ánægður að sjá er vinnusemin, um leið og við töpum bolta þá er sett pressa og reynt að vinna boltann til baka. Ef það gengur ekki þá koma menn sér aftur fyrir boltann. Þegar það er í lagi þá er alltaf erfitt að spila á móti slíkum liðum. Það er í raun ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk. Frá fremsta manni til afstasta, það eru allir að vinna og það er algjört lykilatriði ef þú ætlar að ná einhverjum árangri."


Framundan er æfingaferð hjá Val. „Þú vilt slípa hópinn saman, getur fengið að æfa við góðar aðstæður og menn að hvíla sig. Við erum líka saman, náum að þétta hópinn. Við hlökkum til að komast til Tenerife úr kuldanum, þar eru 25 gráður. Æðislegt að geta verið þar í tíu daga, komið svo heim og spilað úrslitaleikinn," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra. Hann er þar spurður út í leikmenn sem eru fjarverandi, Kristófer Jónsson og ýmislegt fleira.
Athugasemdir