Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2023 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui: Gæti skrifað bók um ákvarðanir dómara
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, stjóri Wolves á Englandi, gat varla orða bundist eftir 4-2 tap liðsins gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag, en honum fannst halla á dómgæsluna á Molineux-leikvanginum.

Leikurinn var hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur en Jack Harrison kom Leeds strax í forystu á 6. mínútu.

Það hefði þó allt getað breyst tveimur mínútum síðar er Junior Firpo tók Nelson Semedo niður í teignum en heimamenn fengu ekki vítaspyrnu. Lopetegui skildi ekki í ákvörðuninni.

„Við töpuðum þremur mikilvægum stigum gegn stóru liði en ég er reiður því við áttum ekki skilið að tapa. Það var frekar augljóst að við klúðruðum mörgum færum. Þeir skoruðu úr eina færinu sem þeir fengu í fyrri hálfleik en í seinni reyndum við að halda áfram a´sömu braut en fengum á okkur heimskuleg mörk,“ sagði Lopetegui.

„Ég skil ekki hvernig dómarinn dæmir ekki brot og eiginlega alveg eins og í leiknum gegn Newcastle síðustu helgi. Ég gæti skrifað bók um ákvarðanir dómara frá því ég tók við Wolves — þetta er ótrúlegt!“

„Ég skil mistök því það er mannlegt að gera þau en ég sá vítaspyrnuna sem Nelson Semedo fékk á sig. Hann meiddist á hné og Junior Firpo snertir ekki boltann. Dómarinn var með frábært sjónarhorn í skjánum en ég veit ekki af hverju hann breytir ekki ákvörðun sinni.“

„Ég ætla ekki að bíða eftir fleiri afsökunarbeiðnum. Ég vil bara að dómararnir vinni vinnuna sína. Þetta var mjög erfiður dagur fyrir mig til að skilja þessar ákvarðanir, en ég verð að sætta mig við það að ég get ekki barist gegn þessu. Kannski þurfum við að breyta einhverju í okkar fari en ef þeir geta ekki haft þetta sanngjarnt þá þurfum við að gera betur.“


Undir lok leiks fékk Matheus Nunes, miðjumaður Wolves, rauða spjaldið á bekknum er hann kvartaði yfir línuverðinum. Nunes vildi fá brot á Adama Traore í aðradaganda fjórða marksins en fékk ekki. Hann brjálaðist við það og fékk því rauða spjaldið.

„Hann var að kvarta yfir línuverðinum. Þetta var augljóst brot í fjórða marki Leeds. Ég hef séð atvikið aftur sem dómarinn sá líka en hann sagði bara nei. Þetta er ekki rautt spjald.“

„Þú getur séð endursýninguna og það er vel hægt að skoða atvikin, alla vega síðan ég kom. Þetta er synd, en eins og ég sagði þá er þetta slæmur dagur til að greina hlutina. Við verðum að vera klárir í næsta leik,“ sagði Lopetegui.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner