Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 18. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk ekkert að spila með landsliðinu undir stjórn Age Hareide eftir að hafa fengið mikinn spiltíma undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Tilfinningin er virkilega góð. Gaman að vera kominn aftur. Það er alltaf heiður að klæðast treyjunni og ég er mjög spenntur fyrir því," segir Þórir en hann ræddi við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands á Spáni í dag.

Var ekki svekkjandi að hafa ekkert fengið að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara?

„Það var svolítið súrt að þurfa að sitja heima. En við Íslendingar eigum marga góða leikmenn," segir Þórir.

Nú er Arnar Gunnlaugsson tekinn við stjórnartaumunum og Þórir fékk kallið fyrir komandi leiki gegn Kósovó.

„Það er virkilega gaman að sjá Arnar koma hérna inn. Hann gerði frábæra hluti með Víkinga og ég er mjög spenntur að vinna með honum. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að læra nýja hluti."

Hafa fundirnir með Arnari verið skemmtilegir hingað til?

„Já, þeir hafa verið smá langir en þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hvernig hann sér fótbolta, hvernig hann hugsar og hvernig hann vill spila. Þetta verður bara mjög skemmtilegt. Við erum með virkilega góðan hóp og ég er viss um að allir séu klárir í verkefnið."

Fékk traustið eftir þjálfaraskipti
Jóhann verið byrjunarliðsmaður hjá Lecce í ítölsku A-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð og átti virkilega góðan leik gegn AC Milan nýlega.

„Það er að ganga vel. Þetta byrjaði frekar leiðinlega þar sem mér var tilkynnt að ég væri ekki í hóp og gæti ekki spilað með liðinu né setið á bekknum. Það var svolítið súrt en svo kemur nýr þjálfari og tekur mig inn í hópinn og það er mjög gaman að geta sýnt sig fyrir honum og fá mínútur."

Hvernig var að spila gegn AC Milan?

„Það var virkilega gaman. Alltaf gaman að spila gegn þeim bestu, risaklúbbur. Það var leiðinlegt að tapa þeim leik þar sem við vorum 2-0 yfir en töpuðum 3-2. Alltaf mjög gaman að spila á móti svona liðum. Svolítið erfitt þegar AC Milan er með Leao og Felix á bekknum og geta hent þeim inn en svona er boltinn."

„Ítalski boltinn er svona eins og skák, það er mikið verið að verjast og hugsa um næstu skref. Það er alltaf gaman að mæta á þessa velli og spila í þessari deild. Það eru stórir leikir framundan."
Athugasemdir