Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 18. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk ekkert að spila með landsliðinu undir stjórn Age Hareide eftir að hafa fengið mikinn spiltíma undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Tilfinningin er virkilega góð. Gaman að vera kominn aftur. Það er alltaf heiður að klæðast treyjunni og ég er mjög spenntur fyrir því," segir Þórir en hann ræddi við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands á Spáni í dag.

Var ekki svekkjandi að hafa ekkert fengið að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara?

„Það var svolítið súrt að þurfa að sitja heima. En við Íslendingar eigum marga góða leikmenn," segir Þórir.

Nú er Arnar Gunnlaugsson tekinn við stjórnartaumunum og Þórir fékk kallið fyrir komandi leiki gegn Kósovó.

„Það er virkilega gaman að sjá Arnar koma hérna inn. Hann gerði frábæra hluti með Víkinga og ég er mjög spenntur að vinna með honum. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að læra nýja hluti."

Hafa fundirnir með Arnari verið skemmtilegir hingað til?

„Já, þeir hafa verið smá langir en þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hvernig hann sér fótbolta, hvernig hann hugsar og hvernig hann vill spila. Þetta verður bara mjög skemmtilegt. Við erum með virkilega góðan hóp og ég er viss um að allir séu klárir í verkefnið."

Fékk traustið eftir þjálfaraskipti
Jóhann verið byrjunarliðsmaður hjá Lecce í ítölsku A-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð og átti virkilega góðan leik gegn AC Milan nýlega.

„Það er að ganga vel. Þetta byrjaði frekar leiðinlega þar sem mér var tilkynnt að ég væri ekki í hóp og gæti ekki spilað með liðinu né setið á bekknum. Það var svolítið súrt en svo kemur nýr þjálfari og tekur mig inn í hópinn og það er mjög gaman að geta sýnt sig fyrir honum og fá mínútur."

Hvernig var að spila gegn AC Milan?

„Það var virkilega gaman. Alltaf gaman að spila gegn þeim bestu, risaklúbbur. Það var leiðinlegt að tapa þeim leik þar sem við vorum 2-0 yfir en töpuðum 3-2. Alltaf mjög gaman að spila á móti svona liðum. Svolítið erfitt þegar AC Milan er með Leao og Felix á bekknum og geta hent þeim inn en svona er boltinn."

„Ítalski boltinn er svona eins og skák, það er mikið verið að verjast og hugsa um næstu skref. Það er alltaf gaman að mæta á þessa velli og spila í þessari deild. Það eru stórir leikir framundan."
Athugasemdir
banner
banner