Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 18. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk ekkert að spila með landsliðinu undir stjórn Age Hareide eftir að hafa fengið mikinn spiltíma undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Tilfinningin er virkilega góð. Gaman að vera kominn aftur. Það er alltaf heiður að klæðast treyjunni og ég er mjög spenntur fyrir því," segir Þórir en hann ræddi við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands á Spáni í dag.

Var ekki svekkjandi að hafa ekkert fengið að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara?

„Það var svolítið súrt að þurfa að sitja heima. En við Íslendingar eigum marga góða leikmenn," segir Þórir.

Nú er Arnar Gunnlaugsson tekinn við stjórnartaumunum og Þórir fékk kallið fyrir komandi leiki gegn Kósovó.

„Það er virkilega gaman að sjá Arnar koma hérna inn. Hann gerði frábæra hluti með Víkinga og ég er mjög spenntur að vinna með honum. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að læra nýja hluti."

Hafa fundirnir með Arnari verið skemmtilegir hingað til?

„Já, þeir hafa verið smá langir en þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hvernig hann sér fótbolta, hvernig hann hugsar og hvernig hann vill spila. Þetta verður bara mjög skemmtilegt. Við erum með virkilega góðan hóp og ég er viss um að allir séu klárir í verkefnið."

Fékk traustið eftir þjálfaraskipti
Jóhann verið byrjunarliðsmaður hjá Lecce í ítölsku A-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð og átti virkilega góðan leik gegn AC Milan nýlega.

„Það er að ganga vel. Þetta byrjaði frekar leiðinlega þar sem mér var tilkynnt að ég væri ekki í hóp og gæti ekki spilað með liðinu né setið á bekknum. Það var svolítið súrt en svo kemur nýr þjálfari og tekur mig inn í hópinn og það er mjög gaman að geta sýnt sig fyrir honum og fá mínútur."

Hvernig var að spila gegn AC Milan?

„Það var virkilega gaman. Alltaf gaman að spila gegn þeim bestu, risaklúbbur. Það var leiðinlegt að tapa þeim leik þar sem við vorum 2-0 yfir en töpuðum 3-2. Alltaf mjög gaman að spila á móti svona liðum. Svolítið erfitt þegar AC Milan er með Leao og Felix á bekknum og geta hent þeim inn en svona er boltinn."

„Ítalski boltinn er svona eins og skák, það er mikið verið að verjast og hugsa um næstu skref. Það er alltaf gaman að mæta á þessa velli og spila í þessari deild. Það eru stórir leikir framundan."
Athugasemdir
banner