Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. maí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal fær borgað fyrir Mavropanos - Sampaoli vill halda Saliba
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Arsenal fær 2,7 milljónir punda fyrir gríska miðvörðinn Konstantinos Mavropanos sem hefur verið á láni hjá Stuttgart síðustu tvö ár.


Hinn 24 ára gamli Mavropanos fór upprunalega á eins árs lánssamningi en félögin sömdu um að bæta ári við þegar Stuttgart fór upp í efstu deild.

Þar var sett kaupákvæði í lánssamninginn sem virkjaðist ef Stuttgart tækist að forðast fall aftur niður í B-deildina. 

Stuttgart bjargaði sér frá falli á dögunum og við það virkjaðist ákvæðið, samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Mavropanos, sem skoraði fjögur mörk á deildartímabilinu, er nýlega búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliði gríska landsliðsins.

Annar miðvörður sem gæti verið að hætta hjá Arsenal er Frakkinn efnilegi William Saliba sem hefur frábær að láni hjá Marseille á tímabilinu.

Jorge Sampaoli, þjálfari Marseille, vill ólmur halda miðverðinum sem Arsenal borgaði 27 milljónir punda fyrir sumarið 2019.

„Ég vona að það sé möguleiki fyrir okkur að halda svona leikmanni innanborðs. Ég veit ekki hvort möguleg félagaskipti velti á Marseille, Arsenal eða William sjálfum. Ég hef ekki hugmynd um hvaða möguleikar standa til boða," sagði Sampaoli.

Saliba er 21 árs og spilaði fyrstu tvo A-landsleikina fyrir Frakkland í vor.


Athugasemdir
banner
banner