Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   sun 18. maí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn fagna marki.
Valsmenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa er brattur á framhaldið
Túfa er brattur á framhaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur er eftir mánuð. Með drættinum í dag klárum við að hugsa um þennan leik þar sem við erum með fullt af leikjum framundan. Bikarkeppnin er samt alltaf sérstök keppni og við viljum að sjálfsögðu komast áfram í undanúrslitin," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir að dregið var í átta-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Valur mun sækja ÍBV heim í næstu umferð bikarsins og verður það eflaust áhugaverður leikur, en það er nóg um að vera hjá Val áður en sá leikur verður spilaður. Næst annað kvöld þegar þeir mæta Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni.

Valur hefur núna unnið tvo leiki í röð eftir að hafa fengið skell í Kaplakrika og það er gott fyrir sálina.

„Já, auðvitað. Við sem erum í þessum bransa viljum vinna alla leiki sem við spilum og það hjálpar alltaf með sjálfstraust, og trú á verkefnið," sagði Túfa.

„Staðan er bara góð. Fyrir utan FH-leikinn finnst mér við hafa spilað mjög góða leiki. Það vantar herslumuninn að breyta jafnteflum í sigra. Öll tölfræði er okkar megin og mér finnst liðið á uppleið. Við höfum ekki enn náð okkar besta en ég er í engum vafa um að það muni koma. Það er hörkuleikur á mánudag á móti Breiðabliki og við erum í fullum fókus að undirbúa þann leik."

Umræðan var hörð á þig og liðið eftir leikinn gegn FH. Var erfitt að fram hjá henni?

„Nei, alls ekki. Við Valsarar þekkjum hvernig umræðan er þegar leikir tapast, og hvað þá stórt eins og í Kaplakrika. Það þarf enginn annar að gagnrýna okkur, við gerum það sjálfir. Við vorum drulluósáttir við frammistöðu okkar í leiknum, bæði ég og liðið. En fótbolti er þannig að þegar þú ert kýldur í magann, þá færðu alltaf tækifæri til að sýna hvað býr í þér. Við gerðum það strax í næsta leik á móti ÍA og svo gegn Þrótti," sagði Túfa.

„Núna er markmiðið að fylgja því eftir og þú færð ekki betra tækifæri en í Kópavogi. Það eru alvöru kröfur settar á Valsmenn. Við erum ekki sammála allri umræðunni. Það var helvíti gaman að sjá frétt á Fótbolta.net í gær þar sem tölfræði var tekin saman úr fyrstu sex umferðunum. Samkvæmt öllum þáttum fótboltans eigum við að vera í sæti númer eitt. Það sýnir að við erum að gera margt rétt og liðið er á uppleið."

„Það er herslumunurinn sem við þurfum að laga og gera betur með. Ég hef fulla trú á því að við verðum betri með tímanum," sagði þjálfari Valsmanna en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir frekar um leikinn gegn Breiðabliki á morgun.
Athugasemdir
banner