Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. júní 2020 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Nýliðarnir byrja vel - Ægir vann á heimavelli
Úr leik Elliða og Ægis á síðustu leiktíð.
Úr leik Elliða og Ægis á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í kvöld hófst 3. deild karla með tveimur leikjum. Ægismenn, sem komu upp úr 4. deildinni fyrir þessa leiktíð, byrja vel í 3. deildinni eða með sigri gegn Vængjum Júpiters á heimavelli sínum í Þorlákshöfn.

Serbinn Goran Potkozarac kom Ægi yfir á 16. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik, og reyndar alveg fram á 85. mínútu en þá gulltryggði Sigurður Óli Guðjónsson, strákur fæddur 2002, sigurinn fyrir Ægi.

Ægi er spáð 11. sæti deildarinnar og Vængjum Júpiters níunda sætinu. Þetta er því flott byrjun hjá Ægi að ná sigri gegn Vængjum á heimavelli.

Í hinum leiknum náði hitt liðið sem komst upp úr 4. deild, Elliði, í stig á útivelli gegn Álftanesi. Elliða er spáð botnsæti deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum, en Álftanesi er spáð sjöunda sæti. Þetta er því flott stig fyrir Elliða sem fékk fyrr í kvöld sekt frá KSÍ.

Um helgina mun 3. deildin halda áfram að rúlla. Á morgun er einn leikur og þrír leikir eru á laugardaginn.

Ægir 2 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Goran Potkozarac ('16)
2-0 Sigurður Óli Guðjónsson ('85)

Álftanes 0 - 0 Elliði

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner