Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 18. júlí 2013 21:37
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Ágætt að eiga ása upp í erminni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var sáttur við leik sinna manna gegn Sturm Graz í kvöld.

Fyrstu tvær voru góðar, næstu þrettán slæmar því þá gáfum við ekki nógu góða völdun á ytri mennina, þegar það lagaðist fannst mér það skána og í seinni hálfleik ennþá betra.

Markmiðið fyrir þennan leik var að halda hreinu og sjá hvað við gætum fengið af molum til að setja á þá og vera lifandi fyrir seinni leikinn.

Ólafur hefur undirbúið liðið lengi fyrir þennan leik, allt frá því í vetur.

Við breyttum aðeins um leikuppstillingu, fórum í 3-5-2 sem á köflum var 5-3-2.

Við spiluðum þetta í fyrra gegn KR og nokkra leiki í Lengjubikar í vetur til þess að undirbúa okkur fyrir svona leiki þar sem við þyrftum að verjast.breiðar og aftar en við erum vanir.


Langaði hann ekkert að pressa á Grazarana ofar á vellinum?

Ef þú kíkir á evrópuleiki íslenskra liða þá er það oft þannig að þegar það kitlar að sækja og stuð verður í stúkunni þá missa menn boltann og fá á sig mark í andlitið.  Við vildum sækja af hóflegri skynsemi í þessum fyrstu fjórðungum.

En ætlar Óli að stilla upp á sama hátt úti í Austurríki?

Ég veit það ekki, ég sest niður í kvöld og skoða málin, nú er að sjá hvað Austurríkismennirnir gera og það er ágætt að eiga einhverja ása uppi í erminni.

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Þar spjallar hann um framlag leikmannanna, sóknarfærin og lærdóminn sem Blikar drógu af leiknum gegn Rosenberg úti í sömu keppni í fyrra.
Athugasemdir
banner