Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   fim 18. ágúst 2022 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Þetta eru stórar ákvarðanir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Steinar Björnsson kom inná sem varamaður og skoraði
Sigurður Steinar Björnsson kom inná sem varamaður og skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric fékk vítaspyrnu á 85. mínútu en dómurinn þótti umdeildur
Danijel Dejan Djuric fékk vítaspyrnu á 85. mínútu en dómurinn þótti umdeildur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður í leikslok er lið hans tryggði sig í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 5-3 sigur á KR á Víkingsvellinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Víkingur náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik áður en Theodór Elmar Bjarnason náði í mark fyrir KR undir lok hálfleiksins. Víkingur komst í 3-1 en KR kom til baka og jafnaði metin.

Heimamenn skoruðu tvö mörk til viðbótar og lokuðu leiknum.

„Bara ótrúlega stoltur af strákunum. Þurftum að grafa mjög djúpt í kvöld til að finna þennan sigur. KR-ingar voru orkumiklir og mér kveið rosalega fyrir ef þetta hefði farið í framlengingu eins og stefndi í en sem betur fer náðum við að innbyrða sigur í lokin."

„Ekki vel. Það var allt í volli þá og missa menn útaf þannig mér kveið fyrir framlengingu ef ég á að segja alveg eins og er. Við fundum leiðir til að vinna leikinn og Dani fiskaði gott víti og það var klaufalegt að missa þetta niður í 2-0 og svo 3-1 en KR-ingar sýndu karakter líka og gerðu gott úr því. Þeir dældu boltum inn í teig og við áttum í erfiðleikum með að verjast þessu. Hvort sem það sé kæruleysi, þreyta eða bæði í okkar liði en einhvernveginn náðu þeir að hanga inn í leiknum. Þetta var hörkuleikur eins og oft á milli þessara tveggja liða."

„Það var mjög gaman. Þetta var end-to-end stuff. Bæði lið áttu kafla og bæðu lið spiluðu vel. Þetta var kaflaskiptur leikur, mér fannst við alltaf smá með yfirhöndina en KR-ingar komu alltaf til baka og voru óþolandi satt best að segja hvað þeir sýndu mikinn karakter og komust vel inn í þetta. Við vorum seigir og okkur langaði þetta svo mikið. Bikarinn er búinn að vera hjá okkur í þrjú ár og við ætlum ekki að gefa hann frá okkur svo auðveldlega,"
sagði Arnar.

Ungu leikmennirnir fengu séns og var það Sigurður Steinar Björnsson sem gerði fimmta og síðasta mark leiksins eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann er 18 ára gamall en Arnar hrósaði honum í viðtalinu.

„Það hefur verið stefna okkar Víkinga að gefa þessum strákum séns og þetta er bara gott tækifæri að henda þeim í djúpu laugina og þeir koma hrikalega sterkir. Sigurður Steinar búinn að eiga erfitt tímabil. Hann er gríðarlega efnilegur og ekkert síðri en margir af okkar efnilegustu strákum. Hann þarf að fá breikið og vera heppinn með skrokkinn á sér. Hann sýndi gæði í slúttinu og stór stund fyrir hann og skora í þessum leik. Líka fyrir Tomma að koma inná og maður treystir þessum strákum og vonandi finna þeir traustið þannig þeir geta tekið skrefið enn lengra á sínum ferli."

Dómgæslan var mikið til umræðu. Mark var tekið af KR-ingum í fyrri hálfleiknum er Hallur Hansson skoraði á 16. mínútu en Ægir Jarl Jónasson var dæmdur rangstæður í aðdragandanum og þótti það umdeilt en ekki var ljóst hvort hann væri fyrir innan eða ekki og þá var það vítaspyrnan sem Víkingar fengu á 85. mínútu sem breytti leiknum. Brotið á Danijel virtist byrja fyrir utan teiginn en Arnar segir þetta stórar ákvarðanir.

„Þetta eru stórar ákvarðanir. Þegar ég sé þetta aftur þá er þetta klárlega brot á Dani, spurning hvort þetta sé millimeter fyrir utan eða ekki og rangstaðan frá sjónarhorni línuvarðar þá er auðvelt að segja að þetta hafi verið rangstaða en frá sjónarhorni frá varamannabekknum séð þá virkar hann tæpur á að hann sé rangstæður. Ég skil vel línuvörðinn að dæma rangstöðu því líkamsbeitingin hans er þannig að han er töluvert fyrir innan með skrokkinn á sér en leikmenn Víkings."

Arnar vill fá heimaleik í undanúrslitum og segir ástæðuna augljósa.

„Nei, bara heimaleikur. Þessir heimaleikir í bikarnum eru 'magical' það gerast einhverjir hlutir þarna. Stuðningsmenn hafa fundið fyrir því hvað strákarnir eru að leggja mikið á sig og það er smá bras á hópnum núna en stuðningsmenn skilja þetta og hjálpa okkur," sagði Arnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner