Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   mán 18. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar grét eftir stórt tap - Coutinho skoraði tvennu
Mynd: EPA
Það hefur gengið afar illa hjá Neymar og félögum í Santos í brasilísku deildinni á tímabilinu.

Liðið náði botninum í gær þegar Santos steinlá 6-0 á heimavelli gegn Vasco da Gama.

Coutinho fyrrum leikmaður Liverpool, Barcelona, Bayern Munchen og fleiri liða skoraði tvennu fyrir Vasco da Gama.

Neymar táraðist eftir tapið en hann sagði frá því í viðtali eftir leikinn að hann hafi fundið fyrir mikilli skömm með frammistöðu liðsins. Cléber Xavier þjálfari Santos var rekinn eftir leikinn.

Liðið er í 15. sæti með 21 stig eftir 19 umferðir. Vasco da Gama er í 16. sæti með 19 stig og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner