Eberechi Eze, leikmaður Crystal Palace, hefur verið orðaður við Tottenham í sumar.
Oliver Glasner segir að 68 milljón punda kaupákvæði í samningi Eze sé runnið út. Félagið er talið vilja fá um 70 milljónir punda fyrir hann.
Það kom á óvart að Glasner skildi velja Eze í hópinn gegn Chelsea í gær þar sem talið var að viðræður við Tottenham væru á góðri leið.
Oliver Glasner segir að 68 milljón punda kaupákvæði í samningi Eze sé runnið út. Félagið er talið vilja fá um 70 milljónir punda fyrir hann.
Það kom á óvart að Glasner skildi velja Eze í hópinn gegn Chelsea í gær þar sem talið var að viðræður við Tottenham væru á góðri leið.
„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu. Hver er að segja þetta? Hver veit að þetta sé sannleikurinn, hvað er skrifað? Það eru svo mikið af orðrómum. Einhver segir einhverjum eitthvað til að græða sjálf á því," sagði Glasner.
„Ef flest af því sem er skrifað um leikmennina er rétt gætu þeir ekki staðið sig svona vel, þeir gætu ekki verið svona samstilltir. Eze var valinn því hann er leikmaður Crystal Palace og er mjög góður. Hann æfði alla vikuna svo það er engin ástæða til að velja hann ekki."
Athugasemdir