Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 17. ágúst 2025 22:50
Sölvi Haraldsson
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Kjartan Henry.
Kjartan Henry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara the entertainers. Ég held að allir sem komu á þennan leik hafi fengið helling fyrir peninginn, bæði hérna og í seinasta leik. Ánægjulegt að ná að tengja saman tvo sigra, líka hvernig við vinnum leikinn. Sterkt að skora 5 mörk en að sjálfsögðu hefðum við ekki viljað hafa þetta svona spennandi í lokin. Skiptir ekki máli núna því við unnum leikinn og ég er ánægður með það.“ sagði Kjartan Henry eftir 5-4 sigur á Breiðablik í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  5 FH

„Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik. Förum inn í hálfleikinn undir sem var gríðarlega fúlt en gríðarlega sterkt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er stuð og stemning inni í klefanum núna.“

Sagðir þú við Braga að skora með sinni fyrstu snertingu þegar hann kom inn á og setja svo strax annað mark?

„Já.“

Ánægjulegt að hafa sýnt ykkur það og öllum öðrum að þið getið unnið á gervigrasi?

„Það þarf ekkert að sýna okkur það, maður er var við umræðuna þetta var það fyrsta sem ég var spurður að fyrir leikinn. Ég er ánægður að við náðum að þagga niður í því. Við æfðum bróðurpartinn af árinu á gervigrasi, æfum á gervigrasi vikuna sem við spilum á gervigrasi. Ég nenni ekki að pæla í þessu, við sýndum góðan leik og FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðablik tvo daga í röð.“

Var komið eitthvað stress undir lokin eða varstu ánægður með að hafa haldið þetta út?

„Ég er ánægður að við náðum að halda þetta út en ég væri að ljúga að þér ef ég sagði að ég væri ekki stressaður. Þetta voru langar síðustu mínútur, ánægður að hafa unnið en ég er fúll að hafa fengið þessi mörk á okkur. Ég hefði frekar viljað vinna 5-2 en 5-4. Það segir sig sjálft. Þrjú stigin skipta okkur máli og ég vona að þau gefi okkur kraft í komandi leikjum.“

Viðtalið við Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner