Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Augljóst vandamál hjá Man Utd sem er ekki hægt að horfa framhjá
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og sérfræðingur hjá Sky Sports, hefur gríðarlegar áhyggjur af markmannsstöðunni hjá United.

Ruben Amorim valdi Altay Bayindir í byrjunarliðið í dag þegar liðið tapaði gegn Arsenal þrátt fyrir að Andre Onana væri búinn að jafna sigi af meiðslum.

Bayindir gerði slæm mistök þegar honum tókst ekki að kýla boltann frá eftir hornspyrnu og Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið.

Neville segir að United þurfi að fá markmann hvort sem hann verði keyptur eða fenginn á láni. Gianluigi Donnarumma og Emi Martinez hafa verið orðaðir við félagið og Neville er mjög spenntur fyrir þeim þar sem þeir eru stórir karkaterar.

„Það er augljóst vandamál hjá Man Utd sem er ekki hægt að horfa framhjá og það er að þeir þurfa að sækja markmann. Ég er sannfærður um það því ég spilaði þarna í 20 ár og það voru tveir sjö til átta ára kaflar með Peter Schmeichel og Edwin Van der Saar,"

„Þar á milli vorum við með sex eða sjö markmenn á sex til átta árum. Það er rosalega óþægilegt þegar þú ert ekki með öruggan aðalmarkmann. Sem er öruggur í loftinu, eignar sér markteiginn, kýlir allt í burtu og vinnur leiki fyriir þig þegar vörnin klikkar."

Athugasemdir