Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
   sun 17. ágúst 2025 22:59
Sölvi Haraldsson
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Bragi Karl gerði tvennu í sigri FH í dag.
Bragi Karl gerði tvennu í sigri FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var kannski óþarflega spennandi í lokin mér fannst. Mér fannst við vera fínir í bæði fyrri og seinni. Svo þegar við komumst í 5-2 slökum við aðeins á.“ sagði Bragi Karl, leikmaður FH, eftir 5-4 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli. Bragi kom inn á og skoraði tvö mörk fyrir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  5 FH

„Maður reynir alltaf sitt besta þegar maður kemur inn á. Ég er búinn að fá færri mínútur en ég vonaðist eftir í sumar, maður þarf bara að nýta tækifærin þegar þau koma. Það var bara ljúft að setja tvö í dag og sækja þrjú stig.“

Heldur þú að þessi leikur geti gefið þér auka sjálfstraust og mögulega fleiri mínútur í næstu leikjum FH?

„Maður er í þessu til að spila og maður þarf að nýta tækifærin þegar þau koma. Vonandi telur þetta eitthvað inn í næsta leik.“

FH vann á gervigrasi sem gerist ekki oft, var það eitthvað extra skemmtilegra við sigurinn í dag?

„Já það er mjög ljúft að vinna á gervigrasi. Við erum ekkert lélegri í fótbolta þótt við spilum á gervigrasi eða grasi. Ég veit ekki hvernig það var hugarfarslega en það er mjög ljúft að sleppa við þessa grýlu á gervigrasi.“

Var komið eitthvað stress undir lokin þegar þeir fóru að kýla boltann inn á teiginn ykkar?

„Mér leið ekkert mjög vel með eins marks forystu á þessum tímapunkti. En við náðum að sigla þessu heim sem betur fer. Ljúft að sækja þrjú stig hérna í Kópavoginn.“

Viðtalið við Braga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner