Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 18. september 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs nýkrýndur bikarmeistari var tekinn niður á jörðina á Fylkisvelli í kvöld þar sem hans menn töpuðu 3-1.

"Þetta var alveg skemmtilegur leikur, við gerðum of mikið af mistökum.  Þetta eru ólíkir leikstílar, þeir biðu eftir okkar mistökum og refsuðu, enda með sterka framherja.  En ég skemmti mér ágætlega, þetta var fínn leikur."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Víkingar unnu titil um helgina, átti það þátt í frekar slökum fyrri hálfleik?

"Þetta var eiginlega blanda af öllu held ég, það var fín stemming í okkur. Svona sigur eins og á laugardaginn og þú ferð út á lífið með öllu sem því fylgir, mér fannst ekki vandamálið að gíra okkur upp.

En þetta voru mistökin, ég hélt við værum komnir yfir þetta.  Hér komu mistök sem við gerðum í vetur.  Ég vill sjá hvort þetta var rangstaða á Ágúst en svo skoruðu þeir annað mark og við urðum að taka sénsa."


Nokkuð er um meiðsli í leikmannhópi Víkinga, þ.á.m. Kári Árnason.

"Kári er ekki í hættu með landsleikinn, við vonumst til að hann nái Skaganum eins og Davíð og Nico en Dofri er off.  Svo meiddist Guðmundur Andri og þá vorum við orðnir þunnir á bekknum."

Þrátt fyrir bikartitil þá er staðan enn sú að Víkingar geta tölfræðilega fallið.

"Við höfum lítið hugsað um þessa fallbaráttu en það er rétt að  við getum ennþá stærðfræðilega fallið, en þetta er ekki bara það.  Það er líka að koma með mómentum inn í veturinn og ljúka með sæmd.

Það er stemming í klúbbnum, þetta má ekki verða þannig að eftir bikarleik kemur tapleikur og þá verður allt dauði og djöfull.  Við vorum flottir í kvöld en gerðum of mörg mistök."


Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner