Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 18. september 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs nýkrýndur bikarmeistari var tekinn niður á jörðina á Fylkisvelli í kvöld þar sem hans menn töpuðu 3-1.

"Þetta var alveg skemmtilegur leikur, við gerðum of mikið af mistökum.  Þetta eru ólíkir leikstílar, þeir biðu eftir okkar mistökum og refsuðu, enda með sterka framherja.  En ég skemmti mér ágætlega, þetta var fínn leikur."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Víkingar unnu titil um helgina, átti það þátt í frekar slökum fyrri hálfleik?

"Þetta var eiginlega blanda af öllu held ég, það var fín stemming í okkur. Svona sigur eins og á laugardaginn og þú ferð út á lífið með öllu sem því fylgir, mér fannst ekki vandamálið að gíra okkur upp.

En þetta voru mistökin, ég hélt við værum komnir yfir þetta.  Hér komu mistök sem við gerðum í vetur.  Ég vill sjá hvort þetta var rangstaða á Ágúst en svo skoruðu þeir annað mark og við urðum að taka sénsa."


Nokkuð er um meiðsli í leikmannhópi Víkinga, þ.á.m. Kári Árnason.

"Kári er ekki í hættu með landsleikinn, við vonumst til að hann nái Skaganum eins og Davíð og Nico en Dofri er off.  Svo meiddist Guðmundur Andri og þá vorum við orðnir þunnir á bekknum."

Þrátt fyrir bikartitil þá er staðan enn sú að Víkingar geta tölfræðilega fallið.

"Við höfum lítið hugsað um þessa fallbaráttu en það er rétt að  við getum ennþá stærðfræðilega fallið, en þetta er ekki bara það.  Það er líka að koma með mómentum inn í veturinn og ljúka með sæmd.

Það er stemming í klúbbnum, þetta má ekki verða þannig að eftir bikarleik kemur tapleikur og þá verður allt dauði og djöfull.  Við vorum flottir í kvöld en gerðum of mörg mistök."


Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner