Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 18. september 2019 22:22
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Má ekki verða dauði og djöfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs nýkrýndur bikarmeistari var tekinn niður á jörðina á Fylkisvelli í kvöld þar sem hans menn töpuðu 3-1.

"Þetta var alveg skemmtilegur leikur, við gerðum of mikið af mistökum.  Þetta eru ólíkir leikstílar, þeir biðu eftir okkar mistökum og refsuðu, enda með sterka framherja.  En ég skemmti mér ágætlega, þetta var fínn leikur."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Víkingar unnu titil um helgina, átti það þátt í frekar slökum fyrri hálfleik?

"Þetta var eiginlega blanda af öllu held ég, það var fín stemming í okkur. Svona sigur eins og á laugardaginn og þú ferð út á lífið með öllu sem því fylgir, mér fannst ekki vandamálið að gíra okkur upp.

En þetta voru mistökin, ég hélt við værum komnir yfir þetta.  Hér komu mistök sem við gerðum í vetur.  Ég vill sjá hvort þetta var rangstaða á Ágúst en svo skoruðu þeir annað mark og við urðum að taka sénsa."


Nokkuð er um meiðsli í leikmannhópi Víkinga, þ.á.m. Kári Árnason.

"Kári er ekki í hættu með landsleikinn, við vonumst til að hann nái Skaganum eins og Davíð og Nico en Dofri er off.  Svo meiddist Guðmundur Andri og þá vorum við orðnir þunnir á bekknum."

Þrátt fyrir bikartitil þá er staðan enn sú að Víkingar geta tölfræðilega fallið.

"Við höfum lítið hugsað um þessa fallbaráttu en það er rétt að  við getum ennþá stærðfræðilega fallið, en þetta er ekki bara það.  Það er líka að koma með mómentum inn í veturinn og ljúka með sæmd.

Það er stemming í klúbbnum, þetta má ekki verða þannig að eftir bikarleik kemur tapleikur og þá verður allt dauði og djöfull.  Við vorum flottir í kvöld en gerðum of mörg mistök."


Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner