Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 18. september 2020 22:50
Magnús Már Einarsson
Fulham vill styrkja vörnina - Foyth og Dawson á óskalistanum
Nýliðar Fulham vilja styrkja varnarlínu sína áður en félagaskiptaglugginn lokar 5. október.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Fulham vilji fá Juan Foyth frá Tottenham.

Argentínumaðurinn er ekki inni í áætlunum Jose Mourinho hjá Tottenham og gæti verið seldur.

Craig Dawson, varnarmaður Watford, er einnig á óskalistanum hjá Fulham.

Líklegra er um lánssamning að ræða hjá Dawson en Fulham ætlar að reyna að fá báða leikmennina.
Athugasemdir