Osasuna er komið upp í 6. sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur á Deportivo Alaves í spænsku deildinni á meðan Elche gerði 1-1 jafntefli við Levante.
Leikmenn Osasuna hafa spilað vel í byrjun leiktíðar en þetta var annar sigur liðsins. Liðið hefur þá gert tvö jafntefli og tapað einum leik.
David Garcia og Roberto Torres sáu um mörkin í dag. Garcia skoraði á 22. mínútu og Torres bætti við öðru úr víti sjö mínútum síðar.
Elche og Levante gerðu þá 1-1 jafntefli. Lucas Perez kom Elche yfir á 33. mínútu en Jose Luis Morales jafnaði leikinn þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik.
Alaves 0 - 2 Osasuna
0-1 David Garcia ('22 )
0-2 Roberto Torres ('29 , víti)
Elche 1 - 1 Levante
1-0 Lucas Perez ('33 )
1-1 Jose Luis Morales ('55 )
Athugasemdir