Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
   mán 18. september 2023 10:49
Elvar Geir Magnússon
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Keito Nakamura (2000) en þetta er japanskur landsliðsmaður sem er mikið líkt við samlanda sinn Kaoru Mitoma en þeir eru báðir teknískir kantmenn . Fjallað er um Yankuba Minteh (2004) en hann var keyptur í sumar til Newcastle og lánaður til Feyenoord, virkilega spennandi kantmaður sem er fæddur í Gambíu.

Bilal El Khannous (2004) er einnig kynntur til leiks en hann var einn yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Katar en þessi efnilegi miðjumaður byrjaði þriðja sætis leikinn gegn Króatíu en hann hefur verið að gera frábæra hluti með Genk í belgísku úrvalsdeildinni.

Hringt er til Belgíu þar sem að Stefán Ingi Sigurðarson er á línunni en Stefán var auðvitað seldur frá Breiðabliki í sumar og leikur í belgísku B-deildinni. Farið var um víðan völl í þessu símtali, allt frá Breiðabliki, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo margt margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir