Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 18. september 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru 90 mínútur eftir en við þurfum að vera betri en við vorum í dag. Ég hef alveg trú á því að við getum komið til baka og allavega gefið þeim góðan leik.“ Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir súrt 4-1 tap á heimavelli gegn Keflavík í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni að ári. Síðari leikurinn fer fram í Keflavík næstkomandi sunnudag en ljóst er að brekkan er brött fyrir Breiðhyltinga.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Lið ÍR byrjaði leikinn af miklum krafti og lét gestunum úr Keflavík líða illa á vellinum fyrstu mínútur leiksins. Fljótt dró þó úr ákafa heimamanna og gestirnir færðu sig upp á skaftið eftir því sem heimamenn féllu neðar á völlinn.

„Við ætluðum ekkert að falla eitthvað neðarlega og ég er ekkert viss um að við höfum fallið eitthvað neðarlega. Við vorum bara langt frá mönnum og daprir varnarlega. Þegar við svo loksins fengum boltann eftir þessa fínu byrjun þá misstum við hann kjánalega, Þeir fara í 4-5-6 sóknir í fyrri hálfleik og skora þrjú mörk.“

Mistök eins og yfirleitt er þegar fótbolti er á annað borð kostuðu ÍR liðið mikið í kvöld og alveg hægt að tala um að einhver mörk Keflavíkur hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir. Skaðinn er þó skeður og vonandi fyrir ÍR að það reynist ekki of dýrt þegar upp er staðið.

„Það er dýrt að gera mistök í svona einvígi. Það hefði verið mikill munur að vera í 3-2 eða 4-2 fyrir næsta leik en staðan er 4-1 og við þurfum að takast á við það.“

Árni og hans menn hafa þó ekki lagt árar í bát og vill Árni að Breiðhyltingar fjölmenni til Reykjanesbæjar á sunnudag og styðji liðið.

„Já endilega fá þau á völlinn. Ég sagði við einhverja eftir leikinn gegn Aftureldingu að ég lofaði að við yrðum ekki aftur svona daprir eins og þá. Ég veit ekki alveg hverju ég get lofað þeim núna. Við þurfum bara að stappa stálinu í okkar menn og ég veit að okkar stuðningsmenn koma og klára sumarið með okkur. Það er eitthvað ævintýri í uppsiglingu. “

Sagði Árni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner