Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 18. september 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru 90 mínútur eftir en við þurfum að vera betri en við vorum í dag. Ég hef alveg trú á því að við getum komið til baka og allavega gefið þeim góðan leik.“ Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir súrt 4-1 tap á heimavelli gegn Keflavík í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni að ári. Síðari leikurinn fer fram í Keflavík næstkomandi sunnudag en ljóst er að brekkan er brött fyrir Breiðhyltinga.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Lið ÍR byrjaði leikinn af miklum krafti og lét gestunum úr Keflavík líða illa á vellinum fyrstu mínútur leiksins. Fljótt dró þó úr ákafa heimamanna og gestirnir færðu sig upp á skaftið eftir því sem heimamenn féllu neðar á völlinn.

„Við ætluðum ekkert að falla eitthvað neðarlega og ég er ekkert viss um að við höfum fallið eitthvað neðarlega. Við vorum bara langt frá mönnum og daprir varnarlega. Þegar við svo loksins fengum boltann eftir þessa fínu byrjun þá misstum við hann kjánalega, Þeir fara í 4-5-6 sóknir í fyrri hálfleik og skora þrjú mörk.“

Mistök eins og yfirleitt er þegar fótbolti er á annað borð kostuðu ÍR liðið mikið í kvöld og alveg hægt að tala um að einhver mörk Keflavíkur hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir. Skaðinn er þó skeður og vonandi fyrir ÍR að það reynist ekki of dýrt þegar upp er staðið.

„Það er dýrt að gera mistök í svona einvígi. Það hefði verið mikill munur að vera í 3-2 eða 4-2 fyrir næsta leik en staðan er 4-1 og við þurfum að takast á við það.“

Árni og hans menn hafa þó ekki lagt árar í bát og vill Árni að Breiðhyltingar fjölmenni til Reykjanesbæjar á sunnudag og styðji liðið.

„Já endilega fá þau á völlinn. Ég sagði við einhverja eftir leikinn gegn Aftureldingu að ég lofaði að við yrðum ekki aftur svona daprir eins og þá. Ég veit ekki alveg hverju ég get lofað þeim núna. Við þurfum bara að stappa stálinu í okkar menn og ég veit að okkar stuðningsmenn koma og klára sumarið með okkur. Það er eitthvað ævintýri í uppsiglingu. “

Sagði Árni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner