Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. október 2021 08:00
Victor Pálsson
Matic biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar á frammistöðu liðsins um helgina.

Matic og hans menn töpuðu 4-2 gegn Leicester City og voru margir mjög óánægðir með frammistöðu lykilmanna í þessari viðureign.

Matic viðurkennir að stuðningsmenn eigi mun betra skilið og lofar betra framhaldi.

„Okkur þykir þetta leitt. Þeir styðja okkur, sérstaklega á útivelli og eru í toppklassa. Þeir eiga skilið svo miklu meira en þetta,“ sagði Matic.

„Við munum gera okkar besta til að gleðja þá í framtíðinni. Við erum þó með 14 stig og erum í titilbaráttunni.“

„Við munum ekki gefast upp þar til þessu lýkur.“
Athugasemdir
banner
banner