Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 18. október 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta var eins og þegar vondi kallinn fer úr þorpinu"
Mynd: Getty Images
Fjárfestar frá Sádí-Arabíu keyptu Newcastle á dögunum. Mike Ashley átti félagið í 14 ár.

Hann var mjög óvinsæll meðal stuðningsmanna félagsins og hafa lengi beðið eftir þessu.

Nýju eigendurnir voru mættir á leik Newcastle og Tottenham um helgina en það byrjaði vel þegar Callum Wilson kom liðinu fyir strax á 2. mínútu. Leikurinn endaði hinsvegar með 3-2 sigri Tottenham.

Albert Brynjar Ingason lýkti stemningunni fyrir leikinn við teiknimynd.

„Að sjá stemninguna fyrir leikinn. Þetta var eins og í ævintýrateiknimynd þegar vondi kallinn fer úr þorpinu og allir orðnir hamingjusamir aftur. Það var þvílík eintóm hamingja, krafturinn í byrjun, skora eftir tvær mínútur, eintóm hamingja en svo tók bara 'shitshow' við," sagði Albert í Dr. Football.


Athugasemdir
banner
banner