Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Varaði Mourinho við því að Lukaku væri stórt barn
Lukaku í leik með Manchester United.
Lukaku í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Steve Walsh, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Everton, segist hafa varað Jose Mourinho við Romelu Lukaku þegar Portúgalinn keypti framherjann til Manchester United sumarið 2017.

Walsh og Mourinho höfðu áður starfað saman hjá Chelsea. Mourinho keypti Lukaku en belgíski framherjinn var seldur til Inter í sumar eftir að hafa ekki náð að vekja nógu mikla lukku á Old Trafford.

„Þegar Jose keypti Romelu Lukaku frá Everton þá man ég að ég sagði við hann, 'Þú þarft að passa þig með Lukaku. Hann er stórt barn," sagði Walsh.

„Hann sagðist geta höndlað hann. Ég held að hann hafi aldrei náð að stilla Lukaku rétt andlega, þú verður að ná því."

„Það er líka tilfellið hjá honum og Paul Pogba. Þeir eru ekki mínar týpur af leikmönnum. Þeir hugsa meira um sjálfan sig eða liðið. Ég hefði ekki snert þá. Þó að þeir séu góðir leikmenn þá er ekki víst að þú fáir gott lið út úr því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner