Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. nóvember 2023 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hlynur Atli áfram hjá Fram á næsta ári
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlynur Atli Magnússon er búinn að framlengja samning sinn við Fram út næsta keppnistímabil, en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu undanfarinn áratug eða svo.

Hlynur Atli, sem er fæddur 1990, er uppalinn hjá Fram og hefur spilað 272 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að 10. leikjahæsta leikmanni í sögu meistaraflokks karla - ásamt Viðari Þorkelssyni.

Hlynur hefur þó ekki verið hjá Fram allan ferilinn því hann lék með Þór í efstu deild 2013 og 2014 en sneri svo aftur til Fram.

Hlynur spilaði 14 leiki í Bestu deildinni í sumar er Fram bjargaði sér frá falli með 27 stig úr 27 umferðum.
Athugasemdir
banner
banner