Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool með 16 stiga forskot eftir sigur á Man Utd
Liverpool fagnar. Þeir munu væntanlega fagna Englandsmeistaratitli í lok tímabils.
Liverpool fagnar. Þeir munu væntanlega fagna Englandsmeistaratitli í lok tímabils.
Mynd: Getty Images
Anfield skartaði sínu fegursta.
Anfield skartaði sínu fegursta.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 0 Manchester Utd
1-0 Virgil van Dijk ('14 )
2-0 Mohamed Salah ('90)

Það þarf eitthvað rosalega, rosalega mikið að gerast til þess að Liverpool verði ekki Englandsmeistari í fyrsta sinn frá 1990 á þessu tímabili. Liverpool lagði erkifjendur sína í Manchester United að velli á fallegu kvöldi á Anfield.

Man Utd byrjaði nokkuð vel fyrstu 10-15 mínútur leiksins, en Virgil van Dijk eyðilagði þá byrjun United með því að skora eftir hornspyrnu á 14. mínútu. Eftir það tók Liverpool völdin í sínar hendur.

Rúmum tíu mínútum síðar skoraði Roberto Firmino mark sem var dæmt af. Brotið var á David de Gea í aðdragandanum.

Sjá einnig:
Mark dæmt af Liverpool - Gary Neville ósammála

Georginio Wijnaldum skoraði líka í fyrri hálfleiknum, mark sem var dæmt. Það mark var dæmt af vegna rangstöðu.

Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 1-0. Liverpool byrjaði seinni hálfleiknum af gríðarlegum krafti. Þeir sóttu hart að marki Man Utd og var í raun ótrúlegt að þeim skyldi ekki takast að skora sitt annað mark.

Gestirnir frá Manchester United náðu að komast aðeins meira inn í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Anthony Martial fékk besta færi Man Utd eftir góðan samleik með Andreas Pereira. Skot Martial fór hins vegar yfir markið.

United, sem var án lykilmanna eins og McTominay, Pogba og Rashford, gaf allt í sóknarleikinn síðustu mínúturnar og refsaði Liverpool fyrir það í uppbótartíma. Mohamed Salah skoraði þá og gekk frá leiknum fyrir Liverpool.

Lokatölur 2-0 fyrir Liverpool sem er með 16 stiga forskot á Manchester City. Ekki bara það, þá á Liverpool leik til góða. Útlitið er orðið ansi gott fyrir lærisveina Jurgen Klopp. Liverpool hefur unnið 21 af 22 deildarleikjum sínum. Hreint út sagt magnað.

Manchester United er áfram í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Önnur úrslit:
England: Vardy klúðraði víti í tapi gegn Burnley
Athugasemdir
banner
banner