Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 19. janúar 2020 15:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Vardy klúðraði víti í tapi gegn Burnley
Burnley 2 - 1 Leicester
0-1 Harvey Barnes ('33)
1-1 Chris Wood ('56)
1-1 Jamie Vardy, misnotað víti ('68)
2-1 Ashley Westwood ('79)

Lærisveinar Brendan Rodgers í Leicester fengu tækifæri til að jafna Manchester City á stigum í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir heimsóttu Burnley í dag.

Harvey Barnes skoraði eina markið í jöfnum fyrri hálfleik. Dennis Praet gerði vel að vinna boltann ofarlega á vellinum og senda á Barnes, sem hljóp með boltann frá miðjuboganum alla leið inn í vítateig og skoraði með föstu skoti.

Chris Wood jafnaði snemma í síðari hálfleik með marki eftir hornspyrnu. Kasper Schmeichel gerði vel að verja fyrsta skalla Burnley en boltinn barst fyrir fætur Wood sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi.

Leicester skipti þá um gír og tók að sækja stíft sem skilaði sér í vítaspyrnu á 68. mínútu. Jamie Vardy lét þó verja spyrnuna frá sér og áfram sótti Leicester.

Sóknarþunginn skilaði sér ekki með marki, heldur komust heimamenn í góða skyndisókn og skoraði Ashley Westwood eftir misheppnaða hreinsun Jonny Evans.

Gestunum tókst ekki að skora jöfnunarmarkið og mikilvægur sigur Burnley, eftir fjóra tapleiki í röð, staðreynd. Burnley er nú komið fimm stigum frá fallsvæðinu.

Leicester er áfram í þriðja sæti deildarinnar og er liðið búið að tapa fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner