Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. janúar 2021 19:00
Aksentije Milisic
Arthur útskýrir muninn á Ronaldo og Messi
Í leik með Barcelona.
Í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Arthur, miðjumaður Juventus, hefur spilað með bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en hann hefur nú útskýrt hver munurinn á þeim sé sem leiðtogar liða sinna.

„Þeir eru báðir frábærir leiðtogar en þeir sýna það á mismunandi hátt," sagði þessi fyrrverandi leikmaður Barcelona þegar hann var spurður út í þessa tvo mögnuðu leikmenn.

„Leo talar ekki mikið. En hann lætur vita af sér á vellinum með sýnum gæðum og löngun til að vera leiðtogi."

„Ronaldo talar hins vegar mjög mikið og lætur í sér heyra í klefanum. Hann vill mjög augljóslega fá boltann og skora mörk."

„Það er mjög erfitt að velja á milli þessara tveggja leikmanna því þeir eru frábærir. En ég vel Ronaldo."


Athugasemdir
banner
banner
banner