Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 23:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane: Leikur sem maður mun aldrei gleyma
Mynd: EPA
Tottenham vann ótrúlegan sigur á Leicester í kvöld. Staðan var 2-1 fyrir Leicester þegar um fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Þá tók Steven Bergwijn leikinn í sínar hendur en hann kom inná sem varamaður á 80. mínútu. Hann skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði liðinu stigin þrjú.

„Þvílíkur tilfinningarússíbani, Bergwijn kom inná og gerði gæfumuninn. Maður gleymir ekki svona leik það sem eftir er," sagði Harry Kane í viðtali eftir leikinn en hann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum.

Hann gat ekki hætt að brosa í viðtalinu og sagði undir lokin:

„Bergwijn á allt hrós skilið, þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir hann útaf meiðslum en hann hefur unnið fyrir þessu á bakvið tjöldin, hann á allt hrós skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner