Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mán 19. febrúar 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli gæti ráðið landsliðsþjálfara Slóvakíu í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að Napoli sé við það að ráða Francesco Calzona sem nýjan aðalþjálfara liðsins.

Walter Mazzarri þjálfar liðið sem stendur en gæti verið rekinn í dag til að koma Calzona að fyrir viðureign liðsins gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Calzona verður þá þriðji þjálfarinn sem Napoli ræður til sín á tímabilinu, eftir Rudi Garcia og Mazzarri.

Mazzarri tók við af Garcia í nóvember og hefur því aðeins verið rétt rúma þrjá mánuði í starfinu.

Calzona er 55 ára gamall og starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli frá 2015 til 2018 og sem tæknilegur þjálfari hjá félaginu tímabilið 2021-22.

Hann var ráðinn sem landsliðsþjálfari Slóvakíu í kjölfarið og hefur gert frábæra hluti þar. Slóvakía var í undanriðli með Íslandi fyrir EM í Þýskalandi og tryggði sér þátttökurétt á mótinu með því að ná í 22 stig úr 10 leikjum, þar sem einu tapleikir liðsins komu gegn Portúgal sem fór í gegnum undanriðilinn með fullt hús stiga.

Óljóst er hvort Calzona muni yfirgefa slóvakíska landsliðið strax eða stýra því á EM í sumar.

Marek Hamsik mun vera partur af þjálfarateymi Calzona hjá Napoli, en hann er goðsögn bæði í Slóvakíu og í Napolí.

Napoli hefur gengið hrikalega illa á nýju tímabili eftir að hafa unnið langþráðan Ítalíumeistaratitil í fyrra. Aurelio De Laurentiis eigandi Napoli rak Luciano Spalletti þjálfara eftir síðustu leiktíð og hefur átt í miklum vandræðum með að finna verðugan arftaka.

Napoli er í níunda sæti ítölsku deildarinnar, með 36 stig eftir 24 umferðir. Meistararnir eru níu stigum á eftir Atalanta sem situr í síðasta meistaradeildarsætinu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 30 15 5 10 55 34 +21 50
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 30 12 7 11 42 35 +7 43
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 31 9 11 11 34 38 -4 38
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
16 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
17 Verona 31 6 9 16 28 42 -14 27
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner