Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að Napoli sé við það að ráða Francesco Calzona sem nýjan aðalþjálfara liðsins.
Walter Mazzarri þjálfar liðið sem stendur en gæti verið rekinn í dag til að koma Calzona að fyrir viðureign liðsins gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Calzona verður þá þriðji þjálfarinn sem Napoli ræður til sín á tímabilinu, eftir Rudi Garcia og Mazzarri.
Mazzarri tók við af Garcia í nóvember og hefur því aðeins verið rétt rúma þrjá mánuði í starfinu.
Calzona er 55 ára gamall og starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá Napoli frá 2015 til 2018 og sem tæknilegur þjálfari hjá félaginu tímabilið 2021-22.
Hann var ráðinn sem landsliðsþjálfari Slóvakíu í kjölfarið og hefur gert frábæra hluti þar. Slóvakía var í undanriðli með Íslandi fyrir EM í Þýskalandi og tryggði sér þátttökurétt á mótinu með því að ná í 22 stig úr 10 leikjum, þar sem einu tapleikir liðsins komu gegn Portúgal sem fór í gegnum undanriðilinn með fullt hús stiga.
Óljóst er hvort Calzona muni yfirgefa slóvakíska landsliðið strax eða stýra því á EM í sumar.
Marek Hamsik mun vera partur af þjálfarateymi Calzona hjá Napoli, en hann er goðsögn bæði í Slóvakíu og í Napolí.
Napoli hefur gengið hrikalega illa á nýju tímabili eftir að hafa unnið langþráðan Ítalíumeistaratitil í fyrra. Aurelio De Laurentiis eigandi Napoli rak Luciano Spalletti þjálfara eftir síðustu leiktíð og hefur átt í miklum vandræðum með að finna verðugan arftaka.
Napoli er í níunda sæti ítölsku deildarinnar, með 36 stig eftir 24 umferðir. Meistararnir eru níu stigum á eftir Atalanta sem situr í síðasta meistaradeildarsætinu.
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Napoli | 9 | 7 | 0 | 2 | 16 | 8 | +8 | 21 |
| 2 | Roma | 9 | 7 | 0 | 2 | 10 | 4 | +6 | 21 |
| 3 | Inter | 9 | 6 | 0 | 3 | 22 | 11 | +11 | 18 |
| 4 | Milan | 9 | 5 | 3 | 1 | 14 | 7 | +7 | 18 |
| 5 | Como | 9 | 4 | 4 | 1 | 12 | 6 | +6 | 16 |
| 6 | Bologna | 9 | 4 | 3 | 2 | 13 | 7 | +6 | 15 |
| 7 | Juventus | 9 | 4 | 3 | 2 | 12 | 9 | +3 | 15 |
| 8 | Cremonese | 9 | 3 | 5 | 1 | 11 | 10 | +1 | 14 |
| 9 | Atalanta | 9 | 2 | 7 | 0 | 13 | 7 | +6 | 13 |
| 10 | Sassuolo | 9 | 4 | 1 | 4 | 10 | 10 | 0 | 13 |
| 11 | Udinese | 9 | 3 | 3 | 3 | 11 | 15 | -4 | 12 |
| 12 | Torino | 9 | 3 | 3 | 3 | 8 | 14 | -6 | 12 |
| 13 | Lazio | 8 | 3 | 2 | 3 | 11 | 7 | +4 | 11 |
| 14 | Cagliari | 9 | 2 | 3 | 4 | 9 | 12 | -3 | 9 |
| 15 | Parma | 9 | 1 | 4 | 4 | 4 | 9 | -5 | 7 |
| 16 | Lecce | 9 | 1 | 3 | 5 | 7 | 14 | -7 | 6 |
| 17 | Verona | 9 | 0 | 5 | 4 | 5 | 14 | -9 | 5 |
| 18 | Pisa | 8 | 0 | 4 | 4 | 5 | 12 | -7 | 4 |
| 19 | Fiorentina | 9 | 0 | 4 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
| 20 | Genoa | 9 | 0 | 3 | 6 | 4 | 13 | -9 | 3 |
Athugasemdir




