Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 13:26
Elvar Geir Magnússon
Enski boltinn hefst aftur í fyrsta lagi 30. apríl (Staðfest)
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að lengja frestunina á enska boltanum. Þetta var ákveðið í dag en keppni hefst aftur í fyrsta lagi 30. apríl.

Þá hefur verið samþykkt að tímabilið megi vera lengur en til 1. júní.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu, ensku úrvalsdeildinni og neðri deildunum er sagt að leitað verði allra leiða til að klára 2019-20 tímabilið.

Frestunin á EM hefur opnað glugga fyrir deildakeppnir í Evrópu til að spila í júní.

Mikið óvissuástand er í gangi og óvíst hvenær Evrópufótboltinn fer af stað að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner