Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 19. mars 2023 13:42
Aksentije Milisic
Ísak ekki í hópnum hjá FCK í dag - Elías einnig utan hóps
Icelandair
Mynd: EPA

Lokaumferðin í venjulegu fyrirkomulagi dönsku deildarinnar fer fram í dag en eftir hana tvískiptist deildin þar sem efri helmingur deildarinnar spilar tvisvar sinnum innbyrðis og neðri helmingurinn slíkt hið sama.


FCK mætir Viborg en athygli vekur að Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í leikmannahópnum hjá heimamönnum í dag. Hann er skráður sem meiddur en ekki er vitað hvort eða hvaða meiðsli eru að hrjá leikmanninn.

Hákon Arnar Haraldsson er hins vegar á sínum stað í byrjunarliðinu en leikurinn hefst klukkan 14.

Þá er markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson ekki í hópnum hjá Midtjylland sem mætir Silkeborg á útivelli. Bæði Elías og Ísak voru valdnir í íslenska hópinn sem hefur leik í undankeppni EM á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner