Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 23:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva um rauða spjaldið: Sagði ekki að hann væri flottur gaur
Mynd: EPA

Marco Silva stjóri Fulham var einn þriggja Fulham manna sem fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Manchester United þegar liðið féll úr leik í enska bikarnum í kvöld.


Hann fékk rautt frá Chris Kavanagh dómara þegar Kavanagh var að fara í átt að VAR skjánum til að skoða hvort ætti að dæma hendi - víti á Willian, sem hann svo gerði og dæmdi rautt á Willian.

„Ég fékk rautt áður en hann tók ákvörðunina, ef ég fékk rautt fyrir að fara út úr mínu svæði, það er ástæðan sem dómarinn gaf, þá verð ég að samþykkja það því ég sagði ekkert við hann sem verðskuldaði rautt, hann hlustaði þó ekkert á mig," sagði Silva.

Silva segist hafa reynt að ræða við Kavanagh.

„Ég sagði eitthvað, það var ekki eitthvað: 'Þegiðu'. Hann hlustaði ekki, það var pressa á honum þarna að horfa í skjáinn og ég hefði átt að vera á mínum stað. Ég man ekki hvað ég sagði, ég sagði allaveg ekki að hann væri flottur gaur og niðurstaðan hafi verið sanngjörn," sagði Silva.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner