Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 19. apríl 2021 13:32
Magnús Már Einarsson
Ceferin hellir sér yfir Agnelli og Woodward
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, lét Andrea Agnelli formann Juventus og Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United, heyra það á fréttamannafundi í dag.

Ceferin er brjálaður yfir því að tólf stór félög í Evrópu ætla að hætta í Meistardeildinni og stofna nýja Ofurdeild.

„Ég hef aldrei séð neinn ljúga eins oft og hann. Ég ræddi við hann á laugardagskvöld og hann sagði að fréttirnar (um Ofurdeild) væru allar lygi. Græðgi lætur öll mannleg gildi hverfa," sagði Ceferin um Agnelli.

Umræður hafa verið í gangi um að gera breytingar á Meistaradeildinni og Woodward hafði sýnt þeim stuðning.

„Ég var lögfræðingur fyrir glæpamenn í 24 ár en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona," sagði Ceferin um Woodward. „Hann hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja mér að hann væri sáttur við endurbæturnar og að hann sýndi þeim fullan stuðning. Hann skrifaði síðan undir eitthvað annað."
Allt nötrar út af Ofurdeildinni - NBA deild í Evrópu
Enski boltinn - Óvæntur brottrekstur Mourinho og Ofurdeildin
Athugasemdir