Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Lauren aftur með sigurmark gegn Haukum
Þróttur vann Hauka í dag. Hér er mynd af Ásvöllum.
Þróttur vann Hauka í dag. Hér er mynd af Ásvöllum.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum fyrstu leikjum dagsins í Inkasso-deild kvenna var að ljúka rétt í þessu. Þróttur R. og Augnablik unnu sína leiki á útivelli og eru með sex stig eftir tvær umferðir.

Þróttur lagði Hauka að velli á Ásvöllum í annað sinn á nokkrum dögum eftir einvígi í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Aftur var það Lauren Wade sem réði úrslitum og gerði hún sigurmark á 88. mínútu í dag.

Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir og Helga Marie Gunnarsdóttir gerðu mörk Augnabliks gegn botnliði ÍR og þá hafði ÍA betur gegn Fjölni.

Staðan var markalaus í hálfleik en Erla Karitas Jóhannesdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu með stuttu millibili í síðari hálfleik.

Hjördís Erla Björnsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjölni en Skagastúlkur gerðu út um viðureignina með marki frá Veronicu Líf Þórðardóttur undir lokin.

Grindavík hafði þá betur gegn Aftureldingu þökk sé tvennu frá Birgittu Hallgrímsdóttur.

Haukar 1 - 2 Þróttur R.
0-1 Linda Líf Boama ('13)
1-1 Sæunn Björnsdóttir ('35)
1-2 Lauren Wade ('88)

Fjölnir 1 - 3 ÍA
0-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('60)
0-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('64)
1-2 Hjördís Erla Björnsdóttir ('78)
1-3 Veronica Líf Þórðardóttir ('90)

ÍR 0 - 2 Augnablik
0-1 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('78)
0-2 Helga Marie Gunnarsdóttir ('81)

Grindavík 2 - 1 Afturelding
1-0 Birgitta Hallgrímsdóttir ('24)
2-0 Birgitta Hallgrímsdóttir ('87)
2-1 Markaskorara vantar ('88)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner