Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 19. maí 2019 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Krasnodar tryggði þriðja sætið - Malmö á toppnum
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson kom við sögu í 0-3 sigri Krasnodar gegn Arsenal Tula í rússneska boltanum í dag.

Krasnodar tryggði sér 3. sæti rússnesku deildarinnar með sigrinum og er enn í baráttu við Lokomotiv Moskvu um 2. sætið.

Þriðja sætið gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar á meðan annað sætið kæmi liðinu beint í riðlakeppnina.

Arsenal Tula 0 - 3 Krasnodar
0-1 S. Petrov ('55)
0-2 M. Pereyra ('68)
0-3 Ari ('82)

Í Svíþjóð lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn á kantinum í 1-0 sigri Malmö gegn Kalmar.

Anders Christiansen gerði eina mark leiksins á 74. mínútu og er Malmö á toppi deildarinnar, með 21 stig eftir 10 umferðir.

Malmö 1 - 0 Kalmar
1-0 Anders Christiansen ('74)

Staðan er ekki sérlega góð fyrir Elías Már Ómarsson, Mikael Anderson og félaga í Excelsior í Hollandi.

Liðið er að keppa við RKC Waalwijk í umspili um sæti í efstu deild og tapaði fyrri leiknum í dag á útivelli, 2-1. Elías Már lék allan leikinn en Mikael sat á bekknum.

Waalwijk 2 - 1 Excelsior
1-0 M. Bilate ('53)
1-1 J. Fortes ('71)
2-1 J. Gaari ('81)
Athugasemdir
banner
banner