Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 21:04
Brynjar Ingi Erluson
England: Burnley upp úr fallsæti - Jafnt á Stamford Bridge
Burnley gat leyft sér að fagna í leikslok
Burnley gat leyft sér að fagna í leikslok
Mynd: Getty Images
Chelsea er nánast búið að tryggja 3. sætið
Chelsea er nánast búið að tryggja 3. sætið
Mynd: Getty Images
Burnley er komið upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli við Aston Villa á Villa Park í kvöld en á sama tíma gerði Chelsea 1-1 jafntefli við Leicester City á Stamford Bridge.

Það var vitað fyrir leikinn að Burnley þyrfti að minnsta kosti stig til að koma sér upp úr fallsæti.

Aston Villa stjórnaði fyrri hálfleiknum meira og minna og sköpuðu sér betri færi en afdrifarík mistök undir lok fyrri hálfleiksins er Emi Buendia braut á Maxwel Cornet innan teigs. Ashley Barnes skoraði úr vítinu.

Buendia bætti upp fyrir brotið strax í upphafi síðari hálfleiks með marki eftir sendingu frá John McGinn.

Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum vildi Burnley fá aðra vítaspyrnu er leikmenn liðsins vildu meina að Lucas Digne hefði handleikið knöttinn innan teigs en ekkert var dæmt.

Gestirnir voru óheppnir að gera ekki sigurmarkið fimm mínútum fyrir lok leiksins. Connor Roberts átti skot úr teignum sem Emiliano Martinez varði. Roberts fékk boltann aftur, lagði hann út á Wout Weghorst en Tyrone Mings bjargaði Villa rétt fyrir horn.

Nick Pope varði í tvígang frá þeim Danny Ings og Lucas Digne svo áður en Matt Lowton, leikmaður Burnley, var rekinn af velli fyrir ljóta tæklingu á Calum Chambers. Lowton hafði komið inná sem varamaður nokkrum mínútum áður.

Burnley tókst að halda út í uppbótartíma og fagna stiginu ákaflega en liðið er nú með 35 stig í 17. sæti, jafnmörg og Leeds, en með betri markatölu. Þetta stig gæti verið nóg til að halda liðinu uppi.

Chelsea gerði jafntefli en 3 sætið svo gott sem tryggt

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Leicester á Stamford Bridge.

Heimamenn fengu mark í andlitið á 6. mínútu er James Maddison fékk sendingu frá Timothy Castagne. Maddison keyrði í átt að teignum áður en hann skaut boltanum á nærstöngina hjá Edouard Mendy.

Marcos Alonso jafnaði fyrir Chelsea á 34. mínútu eftir fyrirgjöf Reece James.

Christian Pulisic komst næst því að tryggja Chelsea sigurinn þegar klukkutími var liðinn af leiknum en brást bogalistin af nokkurra metra færi.

Lokatölur 1-1. Chelsea er svo gott sem búið að tryggja 3. sæti deildarinnar en liðið er með þriggja stiga forystu á Tottenham fyrir lokaumferðina og með átján plús í markatölu á Tottenham.

Úrslit og markaskorarar:

Aston Villa 1 - 1 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('45 , víti)
1-1 Emiliano Buendia ('48 )
Rautt spjald: Matthew Lowton, Burnley ('90)

Chelsea 1 - 1 Leicester City
0-1 James Maddison ('6 )
1-1 Marcos Alonso ('35 )
Athugasemdir
banner
banner