Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. maí 2022 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U23 kvenna mætir Eistlandi í júní
Icelandair
Jörundur Áki mun stýra liðinu
Jörundur Áki mun stýra liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Eistlands um vináttuleik milli kvennalandsliða þjóðanna 24. júní næstkomandi á Rannastaadion í Pärnu, Eistlandi.

Eistland mun tefla fram A landsliði í leiknum, sem verður skráður sem A-landsleikur, en Ísland mun tefla fram U23 landsliði og mun Jörundur Áki Sveinsson stýra íslenska liðinu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins í dag.

U23 landslið kvenna hefur einu sinni áður mætt A landsliði, en það var árið 2016 þegar íslenska liðið mætti pólska A landsliðinu og gerðu liðin 1-1 jafntefli (einnig skráður A landsleikur). Þess utan hefur liðið leikið tvo U23 leiki, gegn Skotlandi ytra árið 2012 og gegn Póllandi í Kórnum í febrúar 2015.

Valinn var landsliðshópur fyrir æfingaverkefni U23 landsliðsins í janúar. Liðið lék þá einn æfingaleik gegn U19 landsliðinu.

Svona var U23 hópurinn í janúar




Athugasemdir
banner
banner