Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Tveggja leikja bann fyrir að kýla í pung á Dalvík
Lengjudeildin
Amin Guerrero.
Amin Guerrero.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Amin Guerrero hjá Dalvík/Reyni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ en hann kýldi Gunnlaug Fannar Guðmundsson leikmann Keflavíkur í punginn þegar liðin áttust við á Dalvík á laugardaginn.

Guerrero fékk að líta rauða spjaldið og hefur nú verið dæmdur í tveggja leikja bann svo hann missir af komandi leikjum gegn Grindavík og Þór í Lengjudeildinni.

„Hann kýlir mig bara í punginn og á að fá rautt spjald. Svo fæ ég gult út af því að dómarinn er svo lengi að átta sig á hlutunum, línuvörðurinn á að flagga strax og þá hefði ég aldrei fengið gult spjald," sagði Gunnlaugur eftir leikinn.

„Það er smá kítingur sem gerist í fótbolta en ég bjóst aldrei við króknum. Ég var ennþá að drepast í seinni hálfleik, ég var með verk alveg upp í geirvörtur."

Guerrero er spænskur vængmaður sem gekk í raðir Dalvíkur/Reynis fyrir tímabilið. Hann fékk rautt seint í fyrri hálfleik en Keflavík náði ekki að nýta sér liðsmuninn og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Á fundi aganefndarinnar voru eftirtaldir leikmenn dæmdir í bann vegna uppsafnaðra áminninga og missa af næstu umferð: Matevz Turkus (Grindavík), Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) og Sindri Björnsson (Leikni).
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 13 6 4 3 25 - 15 +10 22
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
6.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
7.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
8.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
9.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 13 1 5 7 12 - 23 -11 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner