Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 19. ágúst 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Lacazette: Hef ekki ennþá sýnt mitt besta
Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, segist geta sýnt meira en hann hefur sýnt hingað til í ensku úrvalsdeildinni.

Lacazette skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í sigri á Burnley um helgina en á síðasta tímabili skoraði hann þrettán mörk.

Lacazette er staðráðinn í að skora meira á þessu tímabili.

„Enska úrvalsdeildin hefur ekki ennþá séð það besta frá Lacazette," sagði Frakkinn eftir leikinn um helgina.

„Ég hef átt mjög góða leiki en ég hef ekki sýnt mitt besta. Ég get skorað fleiri mörk og sýnt meiri stöðugleika."
Athugasemdir
banner