
Þorsteinn Halldórsson valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni HM.
Íslenska liðið á eftir leiki gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi, en stelpurnar okkar eru í möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni.
Íslenska liðið á eftir leiki gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi, en stelpurnar okkar eru í möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni.
Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta og talaði Steini um það á fundinum að hann væri með Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Elísu Viðarsdóttur í huga fyrir stöðu vinstri bakvarðar núna.
„Við erum að horfa á Önnu Rakel og Sædísi í Stjörnunni. Það eru ekki margar fleiri sem eru örvfættar að spila vinstri bakvörð á Íslandi," sagði Steini.
Sædís er bara 17 ára gömul en hún hefur heillað Steina með frammistöðu sinni í Bestu deildinni í sumar. „Hún er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Í dag horfir maður á hana sem einhvers konar framtíðarleikmann."
Sjá einnig:
Hver tekur við af Hallberu? - Það eru spennandi kostir í stöðunni
Athugasemdir