Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 19. ágúst 2022 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Milan snýr sér aftur að Tanganga

AC Milan er í leit að nýjum miðverði til að fullkomna varnarlínuna og er Japhet Tanganga kominn aftur í forgang eftir erfiðleika í viðræðum við PSG um Abdou Diallo.


Milan var í viðræðum við Tottenham fyrr í sumar en tókst ekki að ná samkomulagi við félagið. Nú eru félögin komin aftur í viðræður og líklegt að Ítalíumeistararnir vilji fá varnarmanninn á lánssamningi með kaupmöguleika.

Tanganga er 23 ára gamall og tók þátt í 19 leikjum á síðustu leiktíð með Tottenham, en í heildina á hann 43 leiki að baki fyrir félagið.

Tanganga getur einnig leikið sem hægri bakvörður en myndi fyrst og fremst berjast við Simon Kjær og Matteo Gabbia um að vera þriðji í goggunarröðinni eftir Fikayo Tomori og Pierre Kalulu.


Athugasemdir
banner
banner
banner