Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   fös 19. ágúst 2022 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla rétt marði jafntefli á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sevilla hefur ekki farið vel af stað á nýju tímabili í spænsku deildinni og rétt náði jafntefli í fyrsta heimaleiknum sem var gegn Real Valladolid.


Staðan var markalaus alveg þar til á lokakaflanum. Heimamenn í Sevilla höfðu verið betri en þeir áttu í erfiðleikum með að brjóta varnarmúr gestanna á bak aftur og þá skoraði Anuar fyrir gestina.

Karim Rekik náði að jafna á 86. mínútu og tryggja þannig stig fyrir Sevilla sem er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir. Áhorfendur bauluðu sína menn af velli en þeir töpuðu óvænt fyrir Osasuna í fyrstu umferð. 

Valladolid er einnig með eitt stig eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Villarreal í fyrstu umferð.

Sevilla 1 - 1 Real Valladolid
0-1 Anuar ('80)
1-1 Karim Rekik ('86)

Rayo Vallecano lagði þá Espanyol að velli og er með fjögur stig eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Barcelona í fyrstu umferð.

Leikurinn gegn Espanyol byrjaði á tveimur rauðum spjöldum. Fyrst fékk Florian Lejeune tvö gul í liði gestanna og svo var Sergi Gomez rekinn útaf með beint rautt spjald í liði heimamanna.

Vallecano nýtti færin sín í nokkuð jöfnum leik og náði í dýrmæt stig spilandi tíu gegn tíu.

Isaac Palazon skoraði frábært mark eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu á 40. mínútu og tvöfaldaði Pathe Ciss forystuna í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 0-2.

Espanyol 0 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Isaac Palazon ('40)
0-2 Pathe Ciss ('59)
Rautt spjald: Florian Lejeune, Vallecano ('16)
Rautt spjald: Sergi Gomez, Espanyol ('30)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
13 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner