
Framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Liðið mætir fyrst Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli þann 2. september og svo er leikur við Holland í Utrecht fjórum dögum síðar.
Í dag var hann landsliðshópurinn tilkynntur og í kjölfarið svaraði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, spurningum fréttamanna.
Í dag var hann landsliðshópurinn tilkynntur og í kjölfarið svaraði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, spurningum fréttamanna.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og er ekki í hópnum.
Í fyrstu tveimur leikjunum á EM byrjuðu þær Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á miðjunni. Karólína Lea kom svo inn á miðjuna í lokaleiknum gegn Frökkum. Einhver umræða hefur skapast um að breyta þurfi til inn á miðjunni. Steini var spurður hvort hann muni halda sig við sömu miðju í komandi leikjum.
„Já örugglega," sagði Steini sem var snöggur að svara.
Miðjumennirnir í hópnum eru þær Dagný, Gunnhildur, Sara, Alexandra Jóhannsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. Steini sagði þá frá því á fundinum að hann horfði í Amöndu Andradóttur sem kost inn á miðsvæðið.
Berglind glímir við smávægileg meiðsli
Berglind Björg Þorvaldsdótttir var ónotaður varamaður þegar Brann lék í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær.
„Nei, það er ekki áhyggjuefni. Þetta eru einhver smámeiðsli og ekki tekin nein áhætta með leikinn í gær. Þetta var leikur sem þær áttu að vinna, þó að þær hafi reyndar bara unnið hann eitt núll. Þeir ákváðu að taka enga sénsa með hana."
Ekkert vandamál að fá Áslaugu Mundu frá Harvard
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er í hópnum, hún er í námi í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Var flókið að fá hana í þetta verkefni?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég er í ágætum samskiptum við þjálfarann hennar hjá Harvard, það var ekkert vandamál. Hann hefur alveg fullan skilning á þessu og ekkert vandamál með Harvard í þessu tilfelli."
Athugasemdir