Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 19. ágúst 2024 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik KR og Víkings frestað (Staðfest) - Andrými milli Evrópuleikjanna
Gott fyrir Víking.
Gott fyrir Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag um breytingu á þremur leikjum í Bestu deildinni þar sem Vikingur er á leið í umsplið í Sambansdeildinni. Víkingur á heimaleik gegn Santa Coloma á fimmtudag og spilar svo í Andorra viku síðar.

Sigri Víkingur einvígið við Santa Coloma þá fer liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikur KR og Víkings hefur verið færður. Hann átti að fara fram eftir viku, þann 26. ágúst, en mjun fara fram föstudaginn 13. september.

Í kjölfarið færist leikur Fylkis og Víkings aftur um einn dag. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. september en fer þess í stað fram mánudaginn 16. september.

Það sama gerist með leik Vals og KR. Sá leikur átti að fara fram 15. september en mun fara fram 16. september.
Athugasemdir
banner
banner