
„Þegar uppi er staðið gæti þetta reynst mikilvægt en maður en það var klaufaskapur að taka ekki þrjú stig þegar þau voru í boði í dag," sagði Óli Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-3 jafntefli við Grindavík í gær.
Leiknismenn spiluðu afar vel í leiknum en náðu ekki að landa sigrinum. Leikir er fimm stigum frá fallsvæðinu í Lengjudeildinni þegar fjórir leikir eru eftir.
Leiknismenn spiluðu afar vel í leiknum en náðu ekki að landa sigrinum. Leikir er fimm stigum frá fallsvæðinu í Lengjudeildinni þegar fjórir leikir eru eftir.
Óli Hrannar tók við Leikni til bráðabirgða fyrr í sumar og hefur liðið verið að gera nokkuð fína hluti eftir að hann tók við. Hann var spurður að því í gær hvort hann væri búinn að ræða eitthvað við félagið um framhaldið.
„Ég veit ekki alveg hvað stjórnin er að hugsa. Ég er bara að vinna mína vinnu í dag og reyni að gera það eins vel og ég get. Ég ætla að byrja á því að hjálpa liðinu að tryggja sæti sitt í deild. Svo setjumst við örugglega niður í haust til að ræða hvað er best fyrir félagið," sagði Óli.
Ólafur Hrannar, sem er 34 ára, er uppalinn Leiknismaður en hann lék með liðinu frá 2009-2016 og var einnig fyrirliði liðsins.
„Þetta er þokkalegt draumastarf, að fá að þjálfa uppeldisfélagið og taka þátt í þessari baráttu," sagði hann jafnframt.
Athugasemdir