
„Ég er ógeðslega súr og svekktur," sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-3 jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeildinni.
Leiknismenn voru með mjög góð tök á leiknum og þeir komust í 1-3, en þeir misstu það svo frá sér í lokin.
Leiknismenn voru með mjög góð tök á leiknum og þeir komust í 1-3, en þeir misstu það svo frá sér í lokin.
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 3 Leiknir R.
„Það er ömurlegt að við missum unnin leik niður í jafntefli. Við yfirspiluðum þetta lið í 70 mínútur eða meira. Við spiluðum ótrúlegan góðan leik og flottan fótbolta, en svo köstuðum við þessu frá okkur í lokin."
Hvað gerist í lokin?
„Við vorum ekki að skila okkur í stöðu, tókum rangar ákvarðanir á boltanum þegar við þurftum að hægja á leiknum, vorum langt frá mönnum og vorum slitnir. Okkur var refsað."
„Maður reynir að segja sem minnst þegar tilfinningarnar eru á milljón. Liðið er alveg jafnsvekkt og ég með úrslitin. Menn vita það best sjálfir. Við svekkjum okkur á þessu í dag og förum svo aðeins yfir hlutina á morgun."
Þetta stig gæti þó hjálpað Leikni í fallbaráttunni en allt viðtalið má sjáí spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir