Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjálfstraustið í lagi hjá Barkley - „Tek vítin ef ég er inn á"
Mynd: Getty Images
Ross Barkley, miðjumaður Chelsea, hefur verið gagnrýndur eftir að hann klúðraði vítaspyrnu gegn Valencia í Meistaradeildinni á þriðjudag. Chelsea tapaði leiknum 1-0, en Barkley skaut yfir úr vítaspyrnu sinni á 87. mínútu.

Jorginho og Willian gerðu báðir tilkall í að taka vítaspyrnuna, en Barkley var frekastur og tók spyrnuna.

„Það er nánast vanvirðing við liðsfélaga þína að gera eitthvð eins og Ross Barkley gerði í kvöld," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á BT Sport í gærkvöldi.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, sagði eftir leik að Barkley hafi átt að taka vítaspyrnuna en ljóst er að leikmenn Chelsea voru ekki sammála því hver ætti að fara á punktinn.

Eftir leikinn sagði Barkley að hann væri ekki hættur að taka vítaspyrnur.

„Ef ég er inn á vellinum þá mun ég taka vítin," sagði Barkley við fjölmiðlamenn eftir leik. „Auðvitað framkvæmdi ég spyrnuna ekki vel í þetta skiptið, en það klúðra allir vítaspyrnum. Ef það hefði verið önnur vítaspyrna í leiknum, þá hefði mér liðið nægilega vel til að fara aftur á punktinn."

„Þú getur ekki klúðrað vítaspyrnum, það gerist."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner