Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi telur að Sterling geti orðið bestur í heimi
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Xavi.
Xavi.
Mynd: Getty Images
Xavi, goðsögn hjá Barcelona, telur að Raheem Sterling, kantmaður Manchester City, geti orðið besti fótboltamaður í heimi þegar hægjast fer á Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Sterling hefur bætt sig mjög undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City, bæði þegar kemur að markaskorun og öðrum þáttum leiksins.

Hann skoraði 25 mörk í 51 leik í öllum keppnum á síðasta tímabili og er hann nú þegar kominn með átta mörk á þessu tímabili fyrir City og enska landsliðið.

Xavi, sem spilaði á miðjunni hjá Barcelona frá 1998 til 2015, er mjög hrifinn af Sterling.

„Messi er bestur í sögunni að mínu mati. Þeir (Messi og Ronaldo) eru enn að spila á hæsta stigi leiksins, en það mun koma sá dagur þar sem aðrir leikmenn munu fylla í fótspor þeirra. Það er ekki langt í það," sagði Xavi við Mirror.

„Þú hugsar um Neymar, Mbappe, Salah og auðvitað Sterling. Í augnablikinu er Sterling að vinna kapphlaupið."

„Hann hefur alltaf verið góður leikmaður, en undir stjórn Pep er hann orðinn einn sá besti í heimi," sagði Xavi, sem er í dag þjálfari Al Sadd í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner