„Ég er rosalega ánægður. Það er frábært að skora mikið af mörkum, en það er líka frábært að skora mikið og gleðja stuðningsmennina sem mættu gríðarlega öflugir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir mikilvægan 5-0 sigur á Fylki í dag.
ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.
ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.
Lestu um leikinn: ÍA 5 - 0 Fylkir
„Ég var gríðarlega ánægður með hvernig við mættum inn í leikinn. Við vorum grimmir, hugaðir og keyrðum á Fylkismennina. Við uppskárum mark snemma leiks; það var fínt að fá víti og rautt spjald. Við vorum kannski aðeins of passívir eftir að Fylkir missti manninn út af."
ÍA væri fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik. „Það voru kannski einhverjir aðrir að spá í einhverju tapi, en við vorum ekkert að spá í neinu tapi. Við vorum að spá í sigri. Við náðum því. Hugarfarið inn í seinni hálfleikinn var frábært."
„Ég hef talað um það áður að ég hef trú á þessum strákum. Ég veit að innst inni hafa þeir trú á sjálfum sér. Við höfum átt í erfiðleikum með að sýna það í heilum leikjum. Það hafa komið kaflar þar sem við höfum verið mjög flottir. Við erum að toppa á réttum tíma."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir