Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   sun 19. september 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Við erum að toppa á réttum tíma
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega ánægður. Það er frábært að skora mikið af mörkum, en það er líka frábært að skora mikið og gleðja stuðningsmennina sem mættu gríðarlega öflugir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir mikilvægan 5-0 sigur á Fylki í dag.

ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

„Ég var gríðarlega ánægður með hvernig við mættum inn í leikinn. Við vorum grimmir, hugaðir og keyrðum á Fylkismennina. Við uppskárum mark snemma leiks; það var fínt að fá víti og rautt spjald. Við vorum kannski aðeins of passívir eftir að Fylkir missti manninn út af."

ÍA væri fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik. „Það voru kannski einhverjir aðrir að spá í einhverju tapi, en við vorum ekkert að spá í neinu tapi. Við vorum að spá í sigri. Við náðum því. Hugarfarið inn í seinni hálfleikinn var frábært."

„Ég hef talað um það áður að ég hef trú á þessum strákum. Ég veit að innst inni hafa þeir trú á sjálfum sér. Við höfum átt í erfiðleikum með að sýna það í heilum leikjum. Það hafa komið kaflar þar sem við höfum verið mjög flottir. Við erum að toppa á réttum tíma."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner