Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 19. september 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Við erum að toppa á réttum tíma
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega ánægður. Það er frábært að skora mikið af mörkum, en það er líka frábært að skora mikið og gleðja stuðningsmennina sem mættu gríðarlega öflugir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir mikilvægan 5-0 sigur á Fylki í dag.

ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

„Ég var gríðarlega ánægður með hvernig við mættum inn í leikinn. Við vorum grimmir, hugaðir og keyrðum á Fylkismennina. Við uppskárum mark snemma leiks; það var fínt að fá víti og rautt spjald. Við vorum kannski aðeins of passívir eftir að Fylkir missti manninn út af."

ÍA væri fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik. „Það voru kannski einhverjir aðrir að spá í einhverju tapi, en við vorum ekkert að spá í neinu tapi. Við vorum að spá í sigri. Við náðum því. Hugarfarið inn í seinni hálfleikinn var frábært."

„Ég hef talað um það áður að ég hef trú á þessum strákum. Ég veit að innst inni hafa þeir trú á sjálfum sér. Við höfum átt í erfiðleikum með að sýna það í heilum leikjum. Það hafa komið kaflar þar sem við höfum verið mjög flottir. Við erum að toppa á réttum tíma."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner