Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 19. september 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Við erum að toppa á réttum tíma
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega ánægður. Það er frábært að skora mikið af mörkum, en það er líka frábært að skora mikið og gleðja stuðningsmennina sem mættu gríðarlega öflugir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir mikilvægan 5-0 sigur á Fylki í dag.

ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

„Ég var gríðarlega ánægður með hvernig við mættum inn í leikinn. Við vorum grimmir, hugaðir og keyrðum á Fylkismennina. Við uppskárum mark snemma leiks; það var fínt að fá víti og rautt spjald. Við vorum kannski aðeins of passívir eftir að Fylkir missti manninn út af."

ÍA væri fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik. „Það voru kannski einhverjir aðrir að spá í einhverju tapi, en við vorum ekkert að spá í neinu tapi. Við vorum að spá í sigri. Við náðum því. Hugarfarið inn í seinni hálfleikinn var frábært."

„Ég hef talað um það áður að ég hef trú á þessum strákum. Ég veit að innst inni hafa þeir trú á sjálfum sér. Við höfum átt í erfiðleikum með að sýna það í heilum leikjum. Það hafa komið kaflar þar sem við höfum verið mjög flottir. Við erum að toppa á réttum tíma."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner