Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 19. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea á að vera með mun fleiri stig
Chelsea er aðeins með fimm stig.
Chelsea er aðeins með fimm stig.
Mynd: Getty Images
Nicolas Jackson í baráttunni.
Nicolas Jackson í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Chelsea gerði markalaust jafntefli við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag.

Stuðningsmenn liðsins eru frekar pirraðir eftir erfiða byrjun en liðið er í neðri hlutanum með aðeins fimm stig eftir fyrstu fimm leikina. Það er búið að eyða miklu í liðið en stigasöfnunin er ekki eftir því og eini sigurleikurinn var gegn Luton Town.

Það eru þó jákvæð teikn á lofti. Það er kannski skrítið að segja það í ljósi þess hvar liðið er í töflunni, en Chelsea hefur verið að spila að mestu leyti vel.

Michael Cox, tölfræðisnillingur The Athletic, færir rök fyrir því að liðið sé að byrja vel í grein sinni í dag. Hann segist sjá mun frá síðasta tímabili sem var vægast sagt slakt.

Og miðað við 'expected points' þá á Chelsea að vera mun hærra í töflunni.

‘Expected points’ er sem sagt tölfræði sem mælir líkurnar á því að lið vinni leik miðað við möguleikana sem liðið skapaði og fékk á sig (xG) í þeim tiltekna leik. Þessi tölfræði gefur yfirleitt góða vísbendingu um það hversu mörg stig lið eiga skilið að vera með miðað við frammistöðu.

Chelsea er í öðru sæti þegar horft er í þessa tölfræði með tíu stig. Aðeins Manchester City er ofar.

Chelsea hefur unnið xG bardagann í öllum sínum leikjum en hefur aðeins unnið einn leik. Menn eru að aðlagast í nýju liði og besta dæmið um það er kannski sóknarmaðurinn Nicolas Jackson sem hefur bara skorað eitt mark úr 3,93 xG. Hann verður að nýta færin sín betur og Chelsea verður að fara að sækja stig eftir því sem frammistaðan á skilið. Annars verður þetta langt tímabil í bláa hluta London.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Athugasemdir
banner
banner