Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 09:43
Elvar Geir Magnússon
Fékk fyrstu tíuna og dæmir í Svíþjóð um helgina
Elías Ingi Árnason.
Elías Ingi Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Ingi Árnason hefur verið einn besti dómari sumarsins og í síðustu umferð varð hann fyrsti dómarinn á tímabilinu til að fá 10 í einkunn í Bestu deild karla.

„Tvö stór atvik sem Elías neglir. Spjöldin öll rétt. Ég finn ekkert sem hægt er að setja út á Elías og hans teymi í dag, óaðfinnanlegt," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net á leiknum.

Elías hefur að margra mati verið besti dómarinn í sumar en það er þó ljóst að hann mun ekki dæma bikarúrslitaleikinn um helgina því hann er á leið í verkefni í Svíþjóð.

Hann mun dæma leik Varberg og Brage í næst efstu deild karla í Svíþjóð á sunnudag. Leikurinn er liður í Norrænu dómaraskiptunum en Patrik Freyr Guðmundsson verður annar af aðstoðardómurunum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner