Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 19. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gallagher með skot á Chelsea? - „Mikilvægt fyrir alla fótboltamenn"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrrum miðjumaður Chelsea, Conor Gallagher, segir í viðtali við The Athletic að vel hafi verið tekið á móti honum í Madríd.

Hann var keyptur til Atletico Madrid í sumar á 34 milljónir punda. Hann var í stóru hlutverki hjá Chelsea á síðasta tímabili en umræðan var alltaf á þá leið að hann yrði seldur því það myndi hjálpa bókhaldinu hjá Chelsea.

Það tók smá tíma að ganga frá sölunni frá Chelsea þar sem Atletico vildi að Chelsea myndi kaupa leikmann af þeim í staðinn. Á endanum var það Joao Felix sem fór til London.

„Þetta var klárlega biðinnar virði. Mér hefur fundist ég vera mjög eftirsóttur og metinn, sem er mikilvægt fyrir alla fótboltamenn."

„Chelsea er risastórt félag, eitt það stærsta í heimi, ásamt Atletico."

„En ég tók það spennandi skref að spila Meistaradeilarfótbolta og reyna vinna titla. Það byggir mig bara upp með enn meira sjálfstraust og hamingju að spila minn besta fótbolta. Ég er mjög ánægður að vera hér og er að ná að aðlagast vel. Ég hef elskað fyrstu vikurnar mínar hér,"
sagði enski miðjumaðurinn.

„Ég er mjög stoltur að hafa spilað með Chelsea. Það var kominn tími til að taka skref áfram og Atletico er fullkomið félag fyrir næsta kafla á mínum ferli. Ég er mjög heppinn að vera í þessari stöðu."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner